Eftirfarandi verkefni og lausnir eru frá þessu námskeiði, nánast óbreytt. Þau bera þess eflaust merki að hafa upphaflega verið hluti af samskiptum kennara og nemenda, en ættu samt að geta gagnast byrjendum í vefforritum sem æfingar og sýnidæmi.
Verkefni 0 var unnið í upphafi námskeiðsins undir leiðsögn kennara, en hin verkefnin voru unnin í fjarnámi. Verkefni 1 er framhald af verkefni 0 og til samans eru þau einna viðamesta verkefnið. Að öðru leyti skiptir röð verkefnanna litlu máli.
Verkefni 0: Uppsetning vefþjóns og Perl túlks prófuð með að skrifa og sækja gögn í grunn
Verkefni 1: Notkun gagnagrunns - Færslur skrifaðar, sóttar, breytt og eytt
Verkefni 2: Viðhorfskönnun með krossaspurningum
Verkefni 3: Viðhorfskönnun með textasvörum
Verkefni 4: Talning orða á vefsíðum
Verkefni 5: Eyðufyllingar