Verkefni 3: Viðhorfskönnun sem leyfir textasvör

Þegar upplýsingar frá notanda eru skráðar í textaskrá er algengast að skrifa innihald hvers innsláttarsviðs í eina línu. Sé innsláttarsviðið textasvæði kemur upp það vandamál að notandinn getur slegið á Enter í innslætti textans og slitið í sundur línur í textaskránnni. Fyrri hluti þessa verkefnis fjallar um meðferð slíkra textastrengja.

Annað vandamál er það að ef spurningar í könnun eru hluti af kóða forritsins útheimtir það sérþekkingu að endurnýta forritið tið að leggja nýjar spurningar fyrir notendur. Miklu betri lausn er að skilja algjörlega á milli forrits og spurninga með því að hafa spurningarnar í aðskilinni textaskrá. Seinni hluti verkefnisins fjallar um það.

Hér eru krækjur á verkefnisskjölin: