Ítarleg lausn á þessu verkefni var gefin út sem hönnunarlýsing með notkunardæmum og sem safn af Perl-forritum pökkuð inní eina zip-skrá. Í framhaldi af því var það viðbótar-verkefni lagt fyrir að gagnrýna lausnina og þátta hana, það er að taka þá þætti sem eru sameiginlegir í lausnarforritunum út úr þeim og geyma í einni skrá.
Þegar þetta hafði allt litið dagsins ljós komu tvö innlegg til viðbótar í lausnirnar: Sýnidæmi um það hvernig hægt er að nota JavaScript til að velja færslu úr lista (í stað þess að þurfa að slá inn lykil hennar) og umræða sprottin af spurningu ein þátttakanda um það hvað hægt væri að gera þegar fleiri en eina færslu þyrfti að skrá með sama lykli (t.d. kennitölu).
Hér eru krækjur á verkefnisskjölin: