Verkefni 0: Uppsetning vefþjóns og Perl prófuð
Þegar búið er að setja upp Perl túlk og vefþjón á tölvu þarf að prófa uppsetninguna. Á námskeiðinu var þátttakendum hjálpað til að skrifa vefsíðu og Perl forrit prófa uppsetninguna með því að skrifa gögn og sækja í innbyggðan gagnagrunn Perl forritunarmálsins.
- Vefsíðan lítur svona út. Þar er hægt að
- skrá lykil og efni færslu í textalínu og textasvæði
- kalla á forritið verk-skra.pl í cgi-bin möppunni og vista færsluna í gagnagrunni
- kalla á forritið verk-skoda.pl í cgi-bin möppunni og birta allar færslur í gagnagrunninum
- Hér er kóði vefsíðunnar
- Hér er kóði forritsins verk-skra.pl
- Hér er kóði forritsins verk-skoda.pl
Athugið að vefsíðuna á að geyma einhvers staðar undir vefrótinni þar sem HTML skjöl eru geymd. Perl forritin eru hins vegar geymd í möppunni /cgi-bin/ og gagnagrunnurinn í umdirmöppu þar fyrir neðan, /cgi-bin/verkefni/. Þessi mappa þarf að vera til þegar forritin eru keyrð, annars koma villuboð frá vefþjóninum.
Í fyrirlestrum á námskeiðinu var kóði Perl forritanna og notkum gagnagrunnsins útskýrð meðan var verið að setja forritin upp og prófa þau. Hér eru stuttar skýringar.