Talnamengi
Pólhnit
Regla Eulers
Samoka veldi
Örlitlir veldisvísar
Endurteknar lotur
Óendanlegar raðir
  Euler vissi ekki hvaða tala eis var, en útkoman átti að vera tvinntala (eða rauntala) þannig að hann gat leyft sér að rita:

eis = x + i y

Samokatölur talnanna beggja vegna jafnaðarmerkisins hljóta að vera hinar sömu:

e-is = x - i y

Margfeldi talnanna beggja vegna jafnaðarmerkisins við samokatölur sínar lítur þá svona út:

eis . e-is = e0 = 1 = (x + i y) (x - i y) = x2 + y2

Með öðrum orðum sagt skiptir engu máli hvaða tala s er, x2 + y2 er alltaf 1. Það leiðir strax hugann að hornafalla-útgáfunni af reglu Pýþagórasar:

cos2(x) + sin2(x) = 1.