Talnamengi
Pólhnit
Regla Eulers
Samoka veldi
Örlitlir veldisvísar
Endurteknar lotur
Óendanlegar raðir
  Samlagning, frádráttur, margföldun og deiling tvinntalna eru auðskildar aðgerðir því þær lúta nákvæmlega sömu reglum og annar bókstafareikningur. En hvað með veldareikning?

Leonard Euler var fyrstur stærðfræðinga til að svara því hvaða merkingu eis hefði, nefnilega

eis = cos(s) + i sin(s)

Ýmsar athuganir og reikningar varðandi þá eiginleika sem veldisfall með tvinntölu sem veldisvísi eiga að hafa sýndu Euler, að hornaföllin uppfylla öll þau skilyrði sem þarf til að veldareikningur með tvinntölum gangi upp.

Í stað formlegrar sönnunar á ofanritaðri reglu Eulers gefa vefsíðurnar hér til hliðar hugmynd um hvernig hugleiðingar um samoka veldi, örlitla veldisvísa, endurteknar lotur og óendanlegar raðir leiða allar til þeirra niðurstöðu að regla Eulers muni vera rétt umritun á tvinntölu-veldisvísum.