Líkur
Talning
Raðanir
Samtektir
Tvíliðareglan
  Fjórða regla. Hvaða áhrif hefur það ef röð spila sem dregin er úr stokk skiptir ekki máli? Þá verðum við að sameina allar raðanir sem innihalda sömu spil í mismunandi röð í einn möguleika, og möguleikunum fækkar.

Hvað eru það margir möguleikar sem þarf að sameina í einn? Hvað er hægt að raða q spilum á marga vegu? q!. Allar raðanir með q tilteknum spilum eru teknir saman í eitt og fjöldi þeirra er q!.

Þetta er reglan um samtektir

þar sem K táknar fjölda möguleika til að velja stök úr mengi þegar röð valinna staka skiptir ekki máli. Þessi stærð K er líka kölluð tvíliðustuðull og gjarnan táknuð með því að rita n yfir q eins og sýnt er í formúlunni hér fyrir ofan.