|
|
|
Einsleit annars stigs diffurjafna með fasta stuðla lítur svona út:
y'' + p · y' + q · y = 0
Eins og rakið er í kennslubókinni Diffurjöfnur og fylki er hægt að leysa jöfnuna með því að leysa kennijöfnu hennar, sem lítur svona út:
z2 + p · z + q = 0
Þetta er annars stigs jafna og á henni eru tvær lausnir:

Það ræðst síðan af stærðinni undir kvaðratrótinni, p2 - 4q, hvort lausnir kennijöfnunnar
eru tvær rauntölur, tvær tvinntölur eða tvöföld rauntölurót. Í öllum tilfellum fæst almenn lausn á diffurjöfnunni með tveimur óþekktum föstum, k1 og k2. Þegar þeir hafa verið ákvarðaðir er komin ein sértök lausn á diffurjöfnunni.
|