Lausnir DJ
Línulegar DJ
Fyrsta stigs DJ
Almenn lausn
Annars stigs DJ
  Línuleg diffurjafna af fyrsta stigi hefur formið

y' + f (x) . y = g(x)

Diffurjafnan er línuleg ef breyturnar y' og y eru báðar í fyrsta veldi. Þannig jöfnur hafa almenna lausn, a.m.k. frá fræðilegu sjónarmiði.

Föllin f (x) og g(x) mega vera hvað sem er, sin(x), x², log(x), 3, o.s.frv. Þegar hægri hlið diffurjöfnunnar er núll, y' + f (x) . y = 0, er diffurjafnan kölluð einsleit. Dæmi um einsleita jöfnu með föstum stuðlum er bankareikningur með 10% ársvöxtum. Diffurjafna fyrir upphæðinni y á reikningnum er y' = 0.10 y og lausn hennar er y = A . e0.1x. (Þess ber þó að geta, að bankakerfið reiknar vexti ekki með sömu nákvæmni og þessi jafna!)

Þegar fallið g(x) er ekki núll fyrir öll x er sagt að diffurjafnan sé misleit eða hliðruð. Dæmi um slíka jöfnu er y' + y = x. Við lausn slíkrar jöfnu má fara þá leið að

  • finna fyrst almenna lausn y1 á einsleitu diffurjöfnunni y' + f (x) . y = 0
  • finna síðan eina sérstaka lausn y2 á hliðruðu jöfnunni y' + f (x) . y = g(x)
  • og þá er almenn lausn hliðruðu jöfnunnar y = y1 + y2
Þessi leið er fær með línulegar diffurjöfnur af öllum stigum, því um þær gildir að summa tveggja lausna er alltaf þriðja lausnin. Þetta á hins vegar ekki við um ólínulegar jöfnur.