Lausnir DJ
Um hallasvið
Teikna hallasvið
Línulegar DJ
Fyrsta stigs DJ
Annars stigs DJ
  Fyrsta stigs diffurjafna segir okkur hver skuli vera hallatala lausnarferils í öllum punktum (x, y) þar sem lausn er til,
y' = f(x, y)

Til samans mynda hallatölurnar yfirleitt samfellt hallasvið og lausnir diffurjöfnunnar eru ferlar sem þræða punktana (x, y) eftir stefnu sviðsins á hverjum stað. Góð leiðin til að átta sig á lögun lausnarferlanna er að teikna mynd af hallasviði diffurjöfnunnar.

Forritið á vefsíðunni Teikna hallasvið leyfir okkur að slá inn formúlu f(x, y) fyrir diffurkvótann y'. Auk margföldunar og samlagningar, tölustafa og breytanna x og y má í formúlunni nota

  • hornaföllin SIN, COS og TAN
  • tuga- og náttúrulegan lógaritma, LOG og LN
  • annað veldi og kvaðratrót, SQR og SQRT
  • veldisfallið EXP og algildisfallið ABS
Auk þess getur forritið teiknað uppgefinn lausnarferil eða rakið lausnarferla með tölulegum aðferðum kenndum við Euler og Runge-Kutta.