Talnasöfn
Töflur og línurit
Miğgildi og dreifing
Meğaltal
og fervik
Besta beina lína
  Şegar unnt er ağ mæla şağ sem um er rætt og lısa şví meğ tölum er eitthvağ vitağ um şağ; en sé ekki hægt ağ mæla şağ, ekki hægt ağ lısa şví meğ tölum, er vitneskjan bæği lítil og léleg. (Kelvin lávarğur)

Talnasafn köllum viğ safn af tölum şar má sama talan koma oft fyrir (ólíkt talnamengi şar sem hver tala má ağeins koma einu sinni fyrir). Yfirleitt skiptir röğ talna í safni ekki máli, en şegar svo er heitir şağ talnaruna.

Á vefsíğunum sem fjalla um talnasöfn og talnarunur er gert ráğ fyrir ağ allar tölur í safninu eğa rununni liggi fyrir. Dæmi um slíkt er şegar kennari skoğar einkunnir nemenda í skólabekk eğa şegar gjaldkeri leggur saman færslur í bankabók. Şannig heildarsafn kallast líka şıği.

Tölfræğin fjallar um şağ şegar ekki eru tök á ağ skoğa nema hluta af talnasafni. Şá eru tölurnar sem viğ höfum undir höndum nefndar úrtak eğa sınishorn úr şığinu. Meğ líkindareikningi má gera sér grein fyrir şví hvernig muni háttağ sambandi úrtaks og şığis.

Dreifing talnasafns og stærğ úrtaks stjórna şví hversu trúverğuga mynd úrtaki gefur af şıği. Á grundvelli şeirrar vitneskju getum viğ sett fram og prófağ tilgátur um eiginleika şığis út frá kennistærğum úrtaks.