Tilgátur
Meðaltal
Tvö meðaltöl
Fervik
Hallatala
  Þegar bein lína er felld að punktasafni fást ákveðin gildi fyrir skurðpunktinn A og hallatöluna B í jöfnu beinnar línu:
y = A + Bx

Ef punktasafnið er úrtak úr stærra þýði og áhugi okkar beinist að kennistærðum þýðisins geta vaknað ýmsar spurningar:

  • Kannski skiptir það okkur mestu máli hvort línan fer í gegnum upphafspunkt hnitakerfisins, þ.e. hvort gildi A er marktækt annað en 0.

  • Kannski eigum við von á þvi að hallatalan B hafi ákveðið gildi, til dæmis 1.

  • Kannski er hallatalan lítið og við viljum vita hvort hægt sé að hafna núlltilgátunni B = 0 (sem er önnur leið til að segja að ekkert samband sé milli x og y).
Spurningum af þessu tagi er unnt að svara með því að prófa núlltilgáturnar með venjulegum hætti. Einnig er í Excel viðbótar reiknirit sem nefnist Regression og skilar öllum þeim upplýsingum um beina línu fellda að punktasafni sem þarf til þess að prófa allar ofangreindar tilgátur. Hér er Excel skjal þar sem þessi skipun er notuð til að prófa núlltilgátuna B = 0.

(Athugið að skipunin Regression fylgir ekki sjálfkrafa með í Excel heldur þarf við uppsetningu forritsins (eða síðar) að velja Add-Ins/Analysis Toolpack. Eftir að sá pakki hefur verið settur upp má finna Regression reikniritið undir Tools/Data Analysis.)