Yfirákvörðuð jöfnuhneppi
Línulegar varpanir
Tvívíðar varpanir
3×3 varpanir
4×4 varpanir
  Hliðrun er ekki einsleit og til þess að lýsa henni í þrívídd þarf 4×4 fylki. Til þess að höndla allar þrívíðar varpanir sem eru samsettar úr frumvörpunum hliðrun, stækkun og snúningur þarf því að lýsa öllum frumvörpununum með 4×4 fylkjum. Það er leyst á sama hátt og fyrir tvívíðar varpanir: með því að bæta gervihniti við staðarvektor punkta og aukalínu og -dálk við snúnings og stækkunarfylkin. Snúningsfylkin líta þá svona út:

Fylkið H hliðrar punktum um (r, s, t) og stækkunarfylkið S eykur fjarlægð allra punkta k-falt frá upphafspunkti hnitakerfisins: