Yfirákvörðuð jöfnuhneppi
Línulegar varpanir
Tvívíðar varpanir
3×3 varpanir
4×4 varpanir
  Hugsum okkur mann að skoða steinflís í smásjá. Hvað getur hann gert til að breyta myndinni sem sést í sjónaukanum? Hann getur:
  • Aukið eða minnkað stækkun sjónaukans
  • Flutt flísina til, þ.e. hliðrað henni
  • Snúið flísinni undir smásjánni
Þessar þrjár aðgerðir eru frumþættir hreyfinga fastra hluta og með þeim má lýsa öllum myndrænum vörpunum frá einni mynd til annarrar sem ekki valda bjögun á myndefninu. Oft eru varpanir samsettar úr fleiri en einni frumvörpun, t.d. gæti hlutur samtímis snúist um sjálfan sig og færst til hliðar.

Myndræn vörpun flytur öll hnit hluta á frummyndinni p1 = (x1, y1, z1) yfir í hnit eftirmyndarinnar p2 = (x2, y2, z2). Vörpunina má rita sem fylkið A þar sem um alla punkta p í hlutum á myndinni gildir

A . p1 = p2

Ef A og B eru fylki fyrir tvær myndrænar varpanir þá lýsir fylkið C = A . B samsettri vörpun þar sem A er fyrst framkvæmt og síðan B. Til þess að reikna út hnit þeirra punkta p sem eru fluttir með þessari samsettu vörpun nægir því að margfalda þá C í stað þess að þurfa fyrst að margfalda með A og síðan með B.