Vektorar og fylki
Margföldun fylkja
Fylkjum bylt
Víxlregla og tengiregla
Hlutleysa
Andhverfa
Jöfnuhneppi
Ákveður
  Andhverfur eru til bæði fyrir samlagningu og margföldun fylkja. Samlagningar-andhverfa er til fyrir öll fylki og er einfaldlega fylki þar sem öll stökin hafa andstætt formerki, aij + (- aij) = 0.

Andhverfa í margföldun er einungis til fyrir ferningsfylki og er skilgreind svona:

Látum A vera fernings-fylki, m×m. Ef til er fylki, sem margfaldað við A gefur m×m hlutleysu, þá köllum við það fylki andhverfu við A og táknum með A-1

A · A-1 = A-1 · A = I

Eins og fram kemur í jöfnunni hér að ofan gildir víxlregla um margföldun með hlutleysu.

Deiling er ekki skilgreind sérstaklega sem reikniaðgerð fyrir fylki. Í stað hennar kemur margföldun með andhverfu sem er jafngild aðgerð. Helsti vandinn í fylkjareikningi er sá að finna margföldunar-andhverfur fylkja. Enda þótt til séu reglur um það hvernig fara eigi að eru reikningarnir viðamiklir og ein helsta uppspretta fyrir skekkjur í tölulegum fylkjareikningi. Slík skekkja kemr t.d. fram í Excel-dæmi um ákveður.