Vektorar og fylki
Margföldun fylkja
Fylkjum bylt
Víxlregla og tengiregla
Hlutleysa
Andhverfa
Jöfnuhneppi
Ákveður
 

Hlutleysa í fylkjareikningi

Hlutleysur eru til bæði fyrir samlagningu og margföldun fylkja. Hlutleysa í samlagningu er einfaldlega fylki þar sem öll stökin eru núll, aij + 0 = 0 + aij = a, og verður hún ekki frekar á dagskrá hér.

Hlutleysa í margföldun er fernings-fylki þar sem öll stök aij eru 0 nema á hornalínunni (i = j), þar hafa stökin gildið 1. Margföldunar-hlutleysan gegnir lykilhlutverki í fylkjareikningi og er ávallt táknuð með bókstafnum I. Dæmi:

Með öðrum orðum gildir um hlutlausa fylkið I

A · I = I · A = A