|
|
|
Látum A og B vera tvær jafnlangar talnarunur sem ákveðið samband er á milli. Hér er dæmi um meðaleinkunn útskrifaðra tölvunarfræðinga og byrjunarlaun þeirra á vinnumarkaði (í þús. króna):
A: Einkunn |
7,4 | 8,0 | 8,5 | 9,0 | 8,0 |
7,1 | 7,8 | 7,1 | 7,6 | 6,8 |
6,9 | 7,8 | 7,9 | 7,4 | 6,9 |
B: Laun |
185 | 200 | 211 | 224 | 212 |
150 | 180 | 188 | 157 | 144 |
155 | 172 | 190 | 172 | 168 |
Eins og greinilega kemur fram á línuritinu hér til hægri er jákvæð fylgni milli einkunnar og launa, nánar tiltekið er r = 0,84. Rauða strikið á myndinni er fylgnilínan, besta lína felld að gögnunum
Ákvörðunarstuðull fylgninnar er r² = 0,71 sem þýðir að um 71% af dreifingu launanna má útskýra með fylgni við einkunn.
Með öðrum orðum sagt á dreifing punkta umhverfis fylgnilínuna að vera 71% minni en dreifing launanna ein sér.
|
|
Súluritið hér til hægri sýnir dreifingu launanna. Lengst til vinstri eru tveir með 140-150 þús., lengst til hægri er einn með 220-230 þús.
Fervik dreifingarinnar er 542.
|
|
Súluritið hér til hægri sýnir dreifingu launa umhverfis fylgnilínuna. Lárétti skalinn sá sami og hér fyrir ofan, hver súla spannar 10 þús.
Fervik dreifingarinnar er 155 sem eru 29% af 542. Fylgni við launa einkunnir hefur því minnkað fervikið um 71%.
|
|
|