|
Lítið horn milli vektora tveggja talnaruna þýðir að stak fyrir stak eru þær hlutfallslega álíka stórar. Til dæmis er hornið milli a og b aðeins 6,8° :
Málið vandast þegar meðaltal runanna er ekki hið sama, þótt þær að öðru leyti fylgist að. Þannig er hornið milli a og c um 57,6° :
Lausnin er fólgin í því að bera saman dreifivektora runanna, því þá hafa meðaltöl runanna verið dregin frá þeim og hornin verða jafnstór. Við skilgreinum því fylgni milli tveggja talnaruna x og y sem kósínus milli dreifivektora þeirra og táknum hana með flg(x,y):
Stundum er fylgnin kennd við Pearson og táknuð með r. Á ensku heitir fylgnistuðullinn þá Pearson's r, og þannig er hann til að mynda skráður í hjálpinni með Excel. Þegar algjör fylgni er milli tveggja jafnvíðra vektora, flg(x,y) = +1, eru dreifivektorar þeirra nákvæmlega eins. Þegar fylgnin er 0 segjum við að engin fylgni sé milli vektoranna, en sé flg(x,y) = -1 er fullkomlega öfug fylgni milli vektoranna. Fylgni milli tveggja eða fleiri para af jafnvíðum vektorum er auðvelt að reikna í Excel. Þá raðar maður vektorunum í samliggjandi dálka, lýsir þá upp og velur Correlation. Excel býr þá til þríhyrnings-töflu, þar sem fylgni milli allra vektor-paranna kemur fram. Athugið að í hornalínu töflunnar er fylgnin 1, vegna þess að vektorarnir hafa fullkomna fylgni við sjálfar sig! |