Vektorar og fylki
Margföldun fylkja
Jöfnuhneppi
1×1 hneppi
3×3 hneppi
n×n hneppi
Ákveður
  Fylkjareikningur hentar meðal annars vel til að fást við jöfnuhneppi þar sem nokkrar óþekktar stærðir eru ákvarðaðar af jafnmörgum jöfnum. Nokkur dæmi:

Ein jafna ákvarðar
eina óþekkta stærð
Tvær jöfnur ákvarða
tvær óþekktar stærðir
Þrjár jöfnur ákvarða
þrjár óþekktar stærðir
2·x = 4 x + 2·y = 1
3·x - y = 3
3·x + 6·y + 8·z = 7
2·x + 5·y + 7·z = 3
4·x + 9·y + 12·z = 1

Öll þessi jöfnuhneppi eru eins rituð á táknmáli fylkjanna og leyst með sama hætti. Nánar tiltekið eru n jöfnur með n óþekktum stærðum ritaðar

A er n×n fylki sem inniheldur tölustuðlana við óþekktu stærðirnar, er vektor sem inniheldur óþekktu stærðirnar og er vektor með tölunum hægra megin við jafnaðarmerkið. Jöfnuhneppið er leyst með því að margfalda beggja vegna við jafnaðarmerkið með andhverfunni við A: