|
![]() Margföldun fylkis með tölu: Fylki er margfaldað með tölunni k á þann hátt að talan í hverjum reit fylkisins er margfölduð með k: ![]() Samlagning fylkja: Ef tvö fylki hafa sömu víddir, bæði eru m×n fylki, er hægt að leggja þau saman og summa þeirra er ![]() Frádráttur fylkja: Frádráttur eins m×n fylkis B frá öðru m×n fylki A er nú hægt að skilgreina svona: ![]() Margföldun tveggja fylkja: Tvö fylki eru margfölduð saman með því að innfalda línuvektorana í fyrri fylkinu við dálkvektorana í seinna fylkinu. Tvö fylki er því aðeins hægt að margfalda saman ef fjöldi dálka (vídd línuvektors) í fyrra fylkinu er jafn fjölda lína (vídd dálkvektors) í því síðara. Látum A vera m×q-fylki (m línuvektorar af vídd q) og B vera q×nfylki (n dálkvektorar af vídd q). Þá er margfeldi þeirra m×n fylkið C þar sem stakið cij er innfeldi línuvektors i úr A og dálkvektors j úr B: ![]() |