Talið frá vinstri: Guðmunda (1885-1936), Eugenia (1850-1916), Karen (1888-1948), Steingrímur Johnsen (1846-1901) söngkennari, Inger (1884-1913) og Peter Nielsen (1844-1931).
Myndin er tekin á sama ferðalagi og myndir 18B, 19A, 19B, 20B, 21A og 21B. Steingrímur Johnsen er á nokkrum þeirra mynda. Hann var móðurbróðir og mikill vinur þeirra bræðra, Hannesar og Árna Thorsteinson, en hann var líka skyldur þeim í karllegg.
Sameiginleg formóðir þeirra var merkileg kona, Valgerður Jónsdóttir (1771-1856) sem var gift tveimur biskupum. Fyrri maður Valgerðar var Hannes Finsen biskup (1739–1796) og eignuðust þau fjögur börn, þar á meðal Þórunni (1794-1886) sem giftist Bjarna Thorsteinson stiftamtmanni (1781-1876). Þórunn og Bjarni voru amma og afi þeirra bræðra, Hannesar og Árna. Seinni maður Valgerðar Jónsdóttur var Steingrímur Jónsson biskup (1769–1845) og áttu þau saman soninn Hannes (1809-1885) sem tók upp ættarnafnið Johnsen og var faðir Steingríms Johnsen söngkennara og Þórunnar Thorsteinson, móður bræðranna.
[Nafngreining: ilb]