Það er ágiskun að karlmaðurinn sé Jón Norðmann kaupmaður, byggt á því að næst honum mun vera Jórunn Norðmann kona hans. Jórunn var systir Helgu (lengst til hægri) sem var gift Árna Thorsteinson tónskáldi.
Milli Helgu og Jórunnar sitja Soffía landfógetafrú og dóttir hennar Þórunn. Eftir aldri barnsins að dæma gæti þetta verið Soffía Thorsteinson Richards (1901-1996), dóttir þeirra Helgu og Árna Thorsteinson.
En hvar var tún landfógetans? Undir hvaða grjótgarði situr fólkið? Í minningum Árna tónskálds segir svo: „Síðar var þó heyjað fyrir kýrnar á túninu suður með Tjörninni, þar sem nú er hinn fagri lystigarður austan við Fríkirkjuveg”. Lystigarðurinn er Fríkirkjuvegur 11 og þetta reisulega hús í baksýn er Laufásvegur 27.
[Páll V. Bjarnason leysti gátuna um húsið á FaceBook].