Þórunn sýslumannsfrú var systir Hannesar Thorsteinson (1863-1931), eiganda þessa myndaalbúms. Jóhannes Jóhannesson var bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður í Norður-Múlasýslu um það leyti sem myndin var tekin. Mynd 3A gæti verið tekin við sama tækifæri, en er reyndar sögð vera tekin ári seinna,
Börnin fjögur (eða eru þau bara þrjú þarna?) eru væntanlega börn Þórunnar og Franz; Árni (1888-1964), Sigríður (1889-1970), Soffía (1891-1968) og Theodór (1893-1966). Franz sýslumaður situr þá kannski undir Árna, tveggja ára.