Talnarunur
Vektorar
Fylgni
Áhrif
Víxlfylgni
Sjálffylgni
Leitni
  Þegar við rannsökum tímaröð með lotubundinni endurtekningu viljum við yfirleitt finna lotuna, þ.e. hversu langt líður milli endurtekninganna. Ein leið til að finna lotu endurtekningarinnar er sú að reikna víxlfylgni raðarinnar við sjálfa sig!

Leiðbeiningar:

1. Merktu við
  hringuð runa

2. Ýttu á
  Reikna alla

3. Línuritið sýnir þá
  tvær lotur með
  endurtekningu eftir
  sex hliðranir.

Í talnarununum vefforritsins hér fyrir ofan eru tölurnar 1,2,3,2,1,0 endurteknar; hvor talnaruna inniheldur tvær lotur af tölunum. Ennfremur er sama talnarunan í báðum línum.

Ef leiðbeiningunum hér fyrir ofan er fylgt birtir vefforritið til línurit sem sýnir víxlfylgni rununnar við sjálfa sig. Það nefnist sjálffylgni rununnar og ef hún nálgast gildið +1 einhversstaðar á línuritinu þá er lotubundin endurtekning í rununni og hliðrunin segir til um lengd lotunnar.