Yfirákvörðuð jöfnuhneppi
Almenn lausn
Skekkjuvektor
Línulegar varpanir
  Látum A. t = p vera yfirákvarðað jöfnuhneppi með m jöfnum og vera bestu lausn þess. Þá er skekkjan í lausninni, þ.e. frávik t frá skilyrðum hverrar jöfnu, gefin af formúlunni

Besta lausn jöfnuhneppisins er sá vektor t sem gerir skekkjuvektorinn eins stuttan og hægt er. Lengd skekkjuvektorsins q í öðru veldi er (í samræmi við reglu Pýþagórasar) gefin af formúlunni

Meðaltal lengdar-liða skekkjuvektorsins kallast fervik skekkjunnar og er táknað með s2 :

Algengast er að skekkju sé lýst með því að gefa upp fervik hennar eða kvaðratrót þess, staðalfrávikið.