Vektorar og fylki
Margföldun fylkja
Jöfnuhneppi
1×1 hneppi
3×3 hneppi
n×n hneppi
Ákveður
  Hvaða skilyrði þurfa n jöfnur með n óþekktum stærðum að uppfylla til þess að lausn sé á dæminu? Svarið er að jöfnurnar þurfa raunverulega að vera n að tölu. Lítum á dæmi:

Þetta eru í rauninni ekki tvær jöfnur heldur sama jafnan tvítekin. Annað dæmi sem ekki er jafn augljóst:

Þetta eru í rauninni ekki þrjár jöfnur heldur tvær! Það sést á því að efri jöfnurnar tvær lagðar saman mynda þá þriðju. Við segjum að þriðja jafnan sé línuleg samantekt hinna tveggja.

Til þess að lausn sé á jöfnuhneppi þurfa jöfnurnar semsagt að vera línulega óháðar hver annarri. Hvað þýðir það í fylkjareikningi? Jú, ákveða fylkisins A má ekki vera núll. Sé það skilyrði uppfyllt er líka til andhverfa fyrir fylkið og lausnin á jöfnuhneppinu verður eins og áður