|
Víxlregla gildir ekki í margföldun fylkja: Auðvelt er sýna fram á að röð fylkja í margföldun skiptir máli; oft er ekki hægt að víxla þeim og þegar það er hægt breytist útkoman yfirleitt. Tökum dæmi: Sé A m×n-fylki, þá er AT n×m-fylki og þar með er margföldunin AT·A möguleg og niðurstaða hennar n×n-fylki. Sömuleiðis er margföldunin A·AT möguleg og niðurstaða hennar m×m-fylki. Þessi tvö fylki eru ekki jafn stór og því augljóslega ekki sama útkoman!
Tengiregla gildir í margföldun: Tengireglan gildir í margföldun. Það verður ekki sannað hér fyrir allar stærðir fylkja, en þeir sem vilja t.d. sannreyna það fyrir öll 2×2 fylki þurfa einungis að hafa þolinmæði til að reikna margfeldin
|