Myndin fannst ekki!
Mynd 32      

Vesturgata 29. Hendrik Ziemsen kaupmaður reisti húsið árið 1881 en hann lést og ekkja hans flutti í nýbyggt húsið með börn þeirra. Dóttir þeirra Karolina Ziemsen bjó síðan í húsinu ásamt manni sínum Ottó N. Þorlákssyni, fyrsta formanni ASÍ. Þau misstu húsið árið 1936 og þá keyptu kaupmennirnir Silli og Valdi húsið og ráku þar verslun. Verslunarreksturinn fór fram Ægisgötumegin, en í hinum enda hússins var rekin Konfektgerðin Fjóla um áratuga skeið.