Talnarunur
Vektorar
Lengd vektors
Horn milli vektora
Dreifivektor
Fylgni
Leitni
  Þegar við skoðum talnarunu höfum við oft mestan áhuga á því hvernig talnagildin víkja frá því sem venjulegt má teljast. Til dæmis tölum við um kaldan dag í júní og hlýjan dag í desember, þótt sá fyrri sé hlýrri en hinn seinni!

Einfaldasta skilgreiningin á venjulegu gildi í talnarunu eða vektor x er meðaltal hnitanna í vektornum, venjulega táknað er með µ. Þannig reiknum við til dæmis meðalhitastig allra daga í einum mánuði og meðal-mánaðartekjur okkar yfir eitt ár.

En oft eru það frávikin frá meðaltalinu og dreifing þeirra sem vekja áhuga okkar. Við búum þá til nýjan vektor með því að draga meðaltalið frá upphaflega vektornum, x - µ, og nefnum hann dreifivektor rununnar. Hann er ýmist táknaður með stóru D eða með punkti fyrir ofan bókstaf vektorsins: