Um vefinn
Atriðisorð
Excel dæmi
  Þessi vefur er ætlaður sem kennsluefni í tölvustuddri stærðfræði samhliða kennslubókinni Talnasöfn og tölfræði. Hlutverk vefsins er að
  • sýna hvernig viðfangsefni úr kennslubókinni eru sett upp í tölvu,
  • vera ítarefni við bókina,
  • veita yfirlit yfir námsefnið.
    Vefurinn auðveldar nemendum að skoða sýnidæmi í réttu umhverfi, þ.e. í tölvunni, og nota þau sem fyrirmyndir við lausn annarra verkefna. Dæmin eru öll leyst með töflureikninum Excel frá Microsoft og hann þarf að vera aðgengilegur á tölvunni til þess að hægt sé að skoða þau.

    Markmið námsefnisins er að nemendur

  • kynnist helstu hugtökum er varða talnasöfn og tölfræði,
  • venjist því að nota tölvur við úrvinnslu gagnasafna.
    Hlutverk töflureiknis í námsefninu er tvíþætt: Á vefsíðunum eru margvísleg hugtök og aðferðir skýrð með lifandi dæmum í Excel og nemendur temja sér að nota töflureikni til ýmiskonar reikninga.

    Námsefnið hefur verið notað til kennslu í efsta bekk Verzlunarskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að nemendur kunni skil á algebru, þekki algeng föll á borð við margliður og hornaföll og hafi kynnst vektorreikningi og diffrun. Einnig þurfa nemendur helst að kunna til verka með Excel.

    Þeir sem hafa bókina undir höndum og vilja hafa aðgang að vefnum geta annað hvort skoðað hann á Skólaneti Verzlunarskólans eða sótt hann í heilu lagi sem zip-skrá og sett upp á eigin tölvu eða skólaneti. Notkun hans er öllum heimil. Bókin er til sölu hjá Offsetfjölritun og hana má líka sækja hér á vefnum (485 KB zip-skrá).

    Það er eðli vefs af þessu tagi að hann vex stöðugt og er í sífelldri endurskoðun. Allar athugasemdir og hugmyndir um viðbætur og breytingar eru vel þegnar. Sendið tölvupóst til freyrth@hotmail.com