Taylor margliður
Fyrsta stigs DJ
Annars stigs DJ
Randskilyrði
Skotið á lausn
  Almenn lausn diffurjöfnu er að jafnaði fjölskylda af ferlum, sem allir geta verið diffurjöfnunnar. Til þess að velja einn feril þurfa diffurjöfnunni að fylgja einhver skilyrði um fallgildi eða diffurkvóta á ákveðnum stöðum. Stig diffurjöfnunnar segir til um hversu mörg skilyrði þurfa að fylgja henni til þess að ákvarða eina sérstaka lausn.

Þegar lausnarferill diffurjöfnu er rakinn með tölulegum aðferðum er þar um sérstaka lausn að ræða, en ekki almenna lausn. Tölulegar lausnir útheimta því ávallt hæfilega mörg skilyrði með diffurjöfnum til þess að unnt sé að leysa þær.

Á vefsíðunum hér á undan hafa þessi skilyrði ávallt sagt til um það hvar og hvernig eigi að byrja lausnarferilinn; þau hafa verið upphafsskilyrði. Það má þó alveg eins gera kröfur um það hvar og hvernig ferlinum eigi að ljúka. Þegar skilyrðin sem fylgja diffurjöfnu fjalla um upphafs- og lokagildi lausnarfallsins nefnast þau randskilyrði.

Ein leið til að leysa jöfnu með randskilyrðum er að setja upp venjulega lausn með upphafsskilyrðum og velja af handahófi gildi fyrir diffurkvóta í upphafspunkti. Síðan er upphafsgildi diffurkvótans breytt kerfisbundið uns rétt lokagildi er fundið. Þetta er nefnt að skjóta á lausnina.