
Heimar í heimi - skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson.
Þrír skúlptúrar standa á grunnstöpli með nafnaáletrununum og minni stöpli undir verkinu sjálfu. Verkið er hálfhlutbundið með tilvísun í höfuð eða í myndlistarmanninn sjálfan og þar af leiðandi bein tilvísun í eldri verk Sigurðar. Glerveggurinn er hugsaður sem spegill milli heimanna tveggja, raunheima og sýndarveruleikans. Heimarnir tveir spegla hvor annan og að sögn listamannsins sjálfs speglar spegillinn líka hinn stóra heim. Höfuðið er ávalt en sýndarveruleikinn byggist á skörpum línum.
Heimild: Listasafn Reykjavíkur (brotinn hlekkur) og Icelandictimes.com