Þegar fyrsta landfyllingin var gerð fyrir Reykjavíkurhöfn varð til ný gata framan við Hafnarstrætið sem var skírð Tryggvagata. Þessa mynd er tók Magnús Ólafsson einhverntíma á árunum 1915-1920.
Einhvers konar prammi eða flotbryggja liggur á hliðinni í sjávarborðinu, sennilega notað við viðhald fiskiskipa. Húsin talin fré vinstri: Vesturgata 10 a, Vesturgata 12 (hlaðið steinhús), Vesturgata 14 (Fredriksen bakarí), Vesturgata 18, Vesturgata 22, (þak og ris) Tryggvagata 14 (Schauhús), Tryggvagata 12 (Exeter, reist 1904), Tryggvagata 10 (Fiskhöllin, reist 1906 sem sláturhús) og Tryggvagata 8 (Hamarshúsið, reist 1907).
Í Schauhúsinu rak Kristín Dahlstedt (hin öfluga veitingakona sem við höfum áður kynnst á gönguferðum okkar) síðustu matsölu sína á árunum 1937-147. Árið 2016 var húsið rifið og sætti það engum tíðindum. Exeter og Fiskhöllin voru þá líka rifin, en út af því varð mikil rekistefna því húsin voru friðuð og verktakinn mátti ekki rífa þau. Sættir náðust um það að endurbyggja húsin eftir ljósmyndum, því engar teikningar voru til af þeim.
Heimildir: Húsakönnun. Vesturgata - Norðurstígur - Tryggvagata - Grófin Sjóminjasafnið