Verkefni 0: Skýringar við gagnagrunn
Með Perl forritunarmálinu fylgir í sérstakri einingu lyklaður gagnagrunnur. Það merkir að öllum færslum í grunninum fylgir einkvæmur lykill sem notaður er til að fletta þeim upp. (Dæmi um einkvæman lykil er kennitölur Íslendinga.) Til þess að geta notað gagnagrunninn þarf að vísa á einingarnar SDMB_File og Fcntl í forritinu. Það lítur svona út:
use SDBM_File;
use Fcntl;
Eftir að upplýsingarnar sem sendar voru frá vefsíðunni hafa verið af-urlaðar (sjá vefsíðu um GET) og komið fyrir í paraða fylkinu %breyta eru gögnin sem skráð voru í textasvæði vefsíðunnar og lykillinn skráður var í textalínu vefsíðunnar afrituð í breyturnar $upplys og $lykill:
$lykill = $breyta{"index"};
$upplys = $breyta{"texti"};
Næst eru tengd saman nafn á pöruðu fylki og slóð á gagnagrunnsskrár. Hér fyrir neðan eru fylkið %gogn og gagnagrunnslóðin $skra tengd saman. Þegar skipunin í efri línunni hefur verið framkvæmd er innihald gagnagrunnsins komið inn í fylkið og við getum notað allar þær skipanir sem Perl býður upp á fyrir pöruð fylki. Seinni línan inniheldur villuskilaboð sem vefþjónninn skilar ef eitthvað ver úrskeiðis:
tie( %gogn, "SDBM_File", $skra, O_RDWR | O_CREAT | O_BINARY, 0666 )
or die( "Gagnagrunnsvilla: $!" );
Í fyrri línunni hér fyrir neðan er gögnunum af vefsíðunni bætt í paraða fylkið með viðeigandi lykli. Í seinni línunni eru tengslin milli fylkis og gagnagrunns rofin með untie skipuninni og við það er gagnagrunnurinn uppfærður með innihaldi fylkisins.
$gogn{$lykill} = $upplys;
untie( %gogn );