Vektorar og fylki
Margföldun fylkja
Jöfnuhneppi
Ákveður
  Fylkjareikningur var fundinn upp á nítjándu öld, fyrst og fremst til þess að tjá í knöppu máli ýmsar stærðfræðilegar reglur og kennisetningar. Enda þótt fylkjareikningur hafi fljótt náð verulegri útbreiðslu sem ritháttur má segja að uppgötvun hans hafi ekki haft mikil áhrif á stefnu stærðfræðilegra rannsókna, enda voru flest viðfangsefni fylkjareiknings áður kunn.

Með tilkomu tölvunnar öðlaðist fylkjareikningur algerlega nýtt líf, sérstaklega sem tæki í tölulegri stærðfræði. Þeir sem hafa fengist við forritun kannast við þær gagnageymslur sem í flestum forritunarmálum nefnast array og eru eiginlega nákvæmlega það sama og stærðfræðingar kalla fylki.

Meðhöndlun umfangsmikilla talnasafna í tölvum byggist oftar en ekki á reglum fylkjareiknings. Línur og dálkar töflureikna á borð við Excel eru sambærileg við línur og dálka í fylkjum. Hneppi af jöfnum og diffurjöfnum eru undirstöðuatriði í hagnýtri stærðfræði og þau eru leyst í jöfnum með fylkjareikningi. Myndvinnsla í tölvum byggist á fylkjareikningi. Svo má lengi telja, en niðurstaðan er ljós: Fylki eru eitt mikilvægast hjálpartæki okkar þegar við fjöllum um tölvur og stærðfræði.