|
|
|
Diffurjöfnur nefnast þær jöfnur þar sem diffurkvótar (y', y'', ...) eða diffur (dx, dy) koma fyrir. Hér eru nokkur dæmi:
Hæsti diffurkvóti í jöfnunni segir til um stig hennar. Í dæmunum hér að ofan eru efsta og neðsta jafnan af fyrsta stigi en hinar tvær af öðru stigi.
Diffurjöfnur með einni óháðri breytu x eru nefndar venjulegar diffurjöfnur. Þegar breyturnar eru fleiri nefnast þær hlutafleiðujöfnur. Þessar vefsíður fjalla einungis um venjulegar diffurjöfnur en til gamans er hér eitt dæmi um hlutafleiðujöfnu af öðru stigi; hin fræga jafna Laplace um stöðusvið:
|