Árni Thorsteinson ljósmyndari og tónskáld átti tvær systur og tvo bræður. Bræður hans Hannes (1863-1931) og Bjarni (1875-1913) kvæntust ekki og áttu engin börn. Hannes var eigandi myndaalbúmsins sem þessar myndir tilheyra.
Eldri systir Árna var Þórunn Thorsteinson (1866-1943) sem giftist Franz Eduard Siemsen (1855-1925) sýslumanni og stúlkan á myndinni er dóttir þeirra, Sigríður Siemsen.
Yngri systir Árna var Sigríður Thorsteinson (1872-1905) sem var fyrri kona Páls Einarssonar (1868-1954) frá Hraunum; sýslumanns, borgarstjóra og hæstaréttardómara. Kona Árna tónskálds var Helga Einarsdóttir Thorsteinson (1875-1959), systir Páls, þannig að þeir voru mágar og þær mágkonur. Seinni kona Páls var síðan stúlkan á myndinni, Sigríður Siemsen.
Þegar Sigríður Thorsteinson féll frá, rúmlega þrítug tveggja barna bóðir, samdi Árnið lagið Rósin við texta sem Guðmundur Guðmundsson skólaskáld orti til minningar um Sigríði „og var það í fyrsta sinn sungið yfir moldum systur minnar” segir í endurminningum Árna.