Myndin fannst ekki!
Mynd 43      

Verkamannabústaðirnir við Hringbraut er húsasamstæða sem reist var í vesturbæ Reykjavíkur í þremur áföngum á árunum 1931-1937 af Byggingarfélagi verkamanna (síðar Byggingarfélag alþýðu). Húsin eru tvílyft og með kjallara. Fjórar íbúðir eru í hverju húsi. Það var nýjung þegar húsin voru byggð að í hverri íbúð var rafmagnseldavél og baðherbergi með vatnssalerni og baðkeri. Einnig var fjarhitun í íbúðunum í gegnum tvær miðstöðvar og þar með heitt rennandi vatn í krönum.