Vesturgata 38. Húsið var reist einlyft árið 1875 en stækkað verulega tíu árum síðar. Um aldamótin 1900 eignaðist húsið Gísli Finnson járnsmiður og breytti því þannig að á neðri hæðinni var vélsmiðja öðrum megin en eldsmiðja hinum megin. Árið 1924 keypti Páll Einarsson hæstaréttardómari og fyrrum borgarstjóri húsið með tengdasyni sínum, Theódóri Jakobssyni. Þeir eru forfeður mínir.