Vesturgata 18. Húsið var reist um aldamótin 1900, en féll í mikla niðurníðslu og var loks flutt burt í heilu lagi. Við hlið þess hægra megin, á Vesturgötu 16, stóð á sínum tíma Gröndalshús, sem nú er í Grjótaþorpinu.
Um 1980 seldu eigendurnir borginni húsið fyrir eina (gamla) krónu til að losna undan fasteignasköttum og var það þá uppnefnt Krónuhúsið. Ári síðar seldi borgin húsið á rúmar þrjátíu milljónir gamalla króna og það var flutt á Bókhlöðustíg 10 og gert þar upp.
Unga fólkið sem réðist í að kaupa húsið og gera það upp voru Unnur Úlfarsdóttir og Gunnar Gunnarsson, skólabróðir okkar. Hér er nánari frásögn af sögu hússins og flutningi þess