Þessi hús voru lengi í eigu Geirs Zoëga. Minna húsið er Vesturgata 10, reist um 1880. Það var lengi notað til íbúðar en síðar var m.a. Happdrætti Háskólans þarna með skrifstofu. Stærra húsið er reist eftir aldamótin 1900, fyrst einlyft en síðar hækkað. Náttúrugripasafnið var hér til húsa þar til það flutti í Safnahúsið og Verzlunarskóli Íslands var hér 1912-1931.