Aðalstræti 10 er elsta hús í Reykjavík, reist 1762 sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar fógeta. Nú er þarna sýning um sögu Reykjavíkur.
Innréttingar Skúla fógeta voru seldar um aldamótin 1800. Svo varð húsið að Biskupsstofu í nokkra áratugi og á seinni hluta nítjándu aldar bjuggu þar ýmsir mektarmenn. Árið 1926 eignuðust Silli og Valdi húsið og ráku þar verslun í hálfa öld. Síðan voru reknir þarna ýmsir veitingastaðir, meðal annars Fógetinn, en árið 2001 eignaðist Reykjavíkurborg húsið og það var fært til fyrra horfs.