Talnarunur
Vektorar
Fylgni
Leitni
Besta línuleg nálgun
Nálgun með fjölliðum
Nálgun með öðrum föllum
  Þegar tölfræðingar fella beina línu að gögnum nefna þeir það yfirleitt aðhvarfsgreiningu, og láta þá venjulega fylgja með reikninga um öryggismörk aðhvarfslínunnar. Í Excel framkvæmir skipunin Data Analysis/Regression aðhvarfsgreiningu og veitir margháttaðar upplýsingar um öryggismörk og fleira, meðal annars frávik einstakra gilda frá aðhvarfslínunni.

Annað heiti á aðhvarfslínunni er að segja að hún sé felld að gögnunum með aðferð minnstu kvaðrata. Þá er vísað til þess, að þetta er sú lína þar sem summa frávikanna í öðru veldi er minnst. Með tilvísun til þess sem segir í kafla 1 um meðaltal og fervik talnasafns er ljóst að þetta þýðir líka að meðaltal frávikanna frá aðhvarfslínunni er núll, sem í tölfræðinni er mikilvægur eiginleiki.

Það er tiltölulega einfalt að nota diffurreikning til að leiða út reglu um stuðlana í jöfnu aðhvarfslínunnar y = Ax + B:

Með sama hætti er unnt að finna stuðla fyrir margliðu af hvaða stigi sem vera skal sem fellur að talnaröð í skilningi minnstu kvaðrata, að því einu tilskildu að talnaröðin sé lengri en stig margliðunnar. Til þess er þó hentugra að nota táknmál færslu- og fylkjareiknings.