Vesturgata 26A. Á þessari lóð stóð áður eitt hinna svokölluðu Hlíðarhúsa, en þetta hús reist laust fyrir 1900 af Geir Sigurssyni skipstjóra - hann orti Kátir voru karlar. Vesturgatan var skipulögð um miðja nítjándu öld þar sem Hlíðarhúsastígur hafði verið um aldir.
Hlíðarhús voru þar sem nú eru Vesturgata 24-28 og niður að sjó; tún bæjanna náðu að Bræðraborgarstíg. Seinni hluta nítjándu aldar voru í Hlíðarhúsum sjö nafngreindir bæir. Flestir þeirra voru rifnir fyrir aldamótin 1900; Vesturbærinn svonefndi var síðastur rifinn 1927.
Jón Helgason biskup teiknaði mynd af Hlíðarhúsum um 1870.
Líka er til er er ljósmynd af Vesturbæ Hlíðahúsa skömmu áður en hann var rifinn.