Kristín Pálsdóttir amma mín (1898-1940) með afa sínum og ömmu og móðurbróður.
Kristín er þarna með afa sínum og ömmu, Árna Thorsteinson landfógeta og Soffíu Kristjönu Thorsteinson , og móðurbróður sínum Hannesi Thorsteinson, síðar bankastjóri Íslandsbanka. Myndin er væntanlega tekin milli 1905 og 1907, eftir að Sigríður móðir Kristínar fellur frá og áður en Árni landfógeti andast.
Þegar amma Kristín eignaðist sitt fyrsta barn, Sigríði móður mína, þá bauð Hannes (sem er þarna á myndinni) henni að fæða barnið heima hjá sér í því húsi sem kallað var Landfógetahúsið, Austurstræti 20, sem nú hýsir Hressingarskálann. Myndin er tekin í garðinum við Landfógetahúsið.