Hjónin Árni Thorsteinson (síðar landfógeti) og Soffía Kristjana Thorsteinson (fædd Johnsen). Myndin gæti verið tekin fyrir 1870.
Hér er vefsíða um Valgerði Jónsdóttur þar sem skyldleiki hennar við Sigríði Thorsteinson er sýndur.
Hannes Johnsen var einkasonur Steingríms biskups og Valgerðar, en með Hannesi biskupi átti Valgerður fjögur börn sem komust á legg. Sú fjölmenna fjölskylda kallaði sig Finsen og hér er ættartré hennar, sex ættliðir frá Valgerði og Hannesi (gert eftir Slægtsbog for familien Finsen; gefið út sem handrit 1988).
Það er rétt að nefna að þessi mynd er ekki er úr mínu safni heldur fengin frá Ljósmyndasafni Íslands - Þjóðminjasafn Íslands.