
Slippurinn og höfnin 1981.
Ljósmyndari Gunnar V. Andrésson. Heimild: Sjóminjasafnið.
Það var svo árið 1902 að ýmsir athafnamenn með Tryggva Gunnarsson bankastjóra í broddi fylkingar beittu sér fyrir því að stofna Slippfélagið í Reykjavík. Þetta er elsta hlutafélag á Íslandi. Hafist var handa við að setja upp trébraut á Hlíðarhúsasandi og voru skipin dregin upp í hana með handknúinni vindu sem margir menn sneru.
Árið 1904 fékk þáverandi framkvæmdarstjóri félagsins, Othar Ellingsen, því framgengt að keypt var ný dráttarbraut frá Englandi, svonefndur „patentslippur“ þar sem skipin voru dregin upp með gufuafli. Árið 1913 var búið að bæta við nokkrum hliðarsporum og var þá mögulegt að þjónusta að meðaltali átta til níu skip samtímis í Slippnum. Þegar mest var að gera í Slippnum, frá septemberlokum til marsbyrjunar, störfuðu að jafnaði 60 til 100 manns hjá fyrirtækinu.
Heimild: Mýrargötusvæði. Húsakönnun og fornleifaskráning. Minjasafn Reykjavíkur, 2003.