Svo er farið niður í kjallara til að skoða framleiðsluna. Þar voru auðvitað stáltankar og eikartunnur, en líka leirtunnur þar sem bruggað er eftir gömlum aðferðum. Leirinn lætur vínið anda örlítið, eins og eikin, en bætir engum bragðefnum í vökvann.