Og þar sem við stöndum á torginu framan við rústirnar segir leiðsögumaðurinn okkur að við stöndum á gólfi kirkju Santi Pietro e Paolo sem þarna stóð, þar til Bandamenn gerðu loftárás á hana á sunnudagsmorgni 30. janúar 1944. Flestir kirkjugestir létu lífið. Þorpsbúar ákváðu að leyfa torginu að standa svona, sem bæn um frið.