Stytta af guði Nílar - Statua del dio Nilo. Hún er við Piazzetta Nilo þar sem Via Nilo hefst í samnefndu hverfi. Styttan fannst höfuðlaus árið 1476 og var þá kölluð Corpo di Napoli, líkami Napólí, vegna þess að menn héldu að höfuðlaus styttan sýndi borgar-móðurina gefa börnum sínum brjóst. Styttan var svo sett á stall 1657 og síðar á þeirri öld var skeggjað höfuð sett á hana.